Friday, August 18, 2006

Kuml

Margt er víst. Þar á meðal að í hvert skipti sem fornleifafræðingar ramba á gröf frá þjóðveldisöld fletta fréttamenn upp í Íslendingasögum og finna þar lýsingar sem renna stoðum undir að þarna hljóti að liggja frægur kappi. Til dæmis að viðkomandi hafi verið grafinn á stóru túni í grennd við sjó. Stemmi ritheimildirnar ekki hafa sem betur fer sögur af ennþá fræknari köppum lifað í munnlegri varðveislu í héraðinu öldum saman. Af hverju var ekki hægt að jarða þetta fólk með skilríkjum?