Monday, September 08, 2008

Áhrif

Ég sé dálítið eftir því að hafa ekki notað tækifærið og hringt mig inn veikan í nokkra daga. Óvinnufær vegna fráfalls biskupsins. Af umræðunni að dæma sýnist mér að fullt mark hefði verið tekið á því.

Nú keppast menn við að lýsa yfir að fáir ef nokkrir hafi haft jafn mikil áhrif á Ísland á 20. öld og biskupinn sálugi. Ekki efast ég um það. En það er óneitanlega söknuður á skipulegri úttekt á því í hverju þau áhrif fólust, í staðinn fyrir innihaldslaust skrum annars hvers bloggara um "tærar textaþýðingar úr sænsku" og að Sigurbjörn hafi verið "byskupinn".