Monday, December 15, 2008

Framhald af útúrdúr um RÚV

Á heimasíðu RÚV má finna reglur um fréttir og dagskrárefni tengt þeim í Ríkisútvarpinu. Í níunda lið segir: "Óheimilt er að útvarpa án leyfis ummælum manns ef hann vissi ekki að þau voru hljóð- eða myndrituð, nema ummælin hafi verið viðhöfð á opnum vettvangi."

Þarna er í engu kveðið á um undanþágur ef upptakan á brýnt erindi til almennings. Kastljós þverbraut því reglur Ríkisútvarpsins. Það breytir þó engu um alvarleika þess að ritstjórinn með hattinn er tvísaga.