Monday, February 09, 2009

Sjálfstætt skítkast

Landssamband lögreglumanna sendir frá sér ályktun um Búsáhaldabyltinguna. Þar segir meðal annars:
"Það ástand sem ríkti í Reykjavík þá daga sem svokölluð „Búsáhaldabylting” stóð yfir var grafalvarlegt. Í þeim mótmælum sem áttu sér stað utan við Alþingi Íslendinga þar sem réttkjörið Þjóðþing Íslendinga var að störfum, sem og við Stjórnarráðið, skrifstofur réttskipaðs forsætisráðherra landsins urðu lögreglumenn fyrir grjót-, eggja- saur- og þvagkasti, svo eitthvað sé nefnt, hluta þeirra Íslendinga sem þar mótmæltu. Sú framkoma, sem sá hluti mótmælenda sýndi af sér er stóð í slíku, er ekki einvörðungu vanvirða við það þjóðskipulag sem hér ríkir heldur að auki aðför að lýðræði og sjálfstæði þjóðarinnar."

Ekki dettur mér í hug að verja þá sem köstuðu grjóti, saur eða hlandi í lögregluna. En hvernig kemst Landssamband lögreglunnar að þeirri niðurstöðu að það hafi stofnað sjálfstæði þjóðarinnar í voða?