Tuesday, September 19, 2006

Það þarf að gera eitthvað!

Góðir fréttamenn eru lunknir við að setja hlutina í samhengi fyrir áhorfendur, til dæmis hversu marga lítra af mjólk megi kaupa fyrir tekjuafgang ríkissjóðs og þar fram eftir götunum. Í spjalli Hallgríms Thorsteinssonar við Róbert Marshall á NFS í gær, kom í ljós að sá fyrrnefndi hafði þreifað á þjóðarpúlsinum og komist að, með óyggjandi hætti, að það þyrfti að kynna NFS miklu betur. "Ég er enn að hitta fólk sem heldur að ég sé í útvarpi," sagði Hallgrímur og fórnaði höndum. Já, ljótt er að heyra.