Tuesday, September 09, 2008

Ég fer þangað út af húmornum

Pípulagningameistari úr Þorlákshöfn skrifar grein í Morgunblaðið í dag um "brúnaþunga og húmorslausa" kvenþingmenn, sem séu á móti nektardansstöðum. Ekki ætla ég að fjölyrða um kímnigáfu þeirra sem eru á móti nektardansstöðum, enda sé ég ekki hvað það hún kemur málinu við. Það er eins og píparinn sjái fyrir sér svipaða stemningu á nektarstöðum og í gömlu Benny Hill þáttunum, þar sem fáklæddar konur hlupu gjarnan um á hraðspóli undir blússandi saxófónstefi.