Thursday, February 12, 2009

Pólitískir hagsmunir að leggja niður Kompás?

Í dálknum Af listum í Morgunblaðinu fjallar Jóhann Bjarni Kolbeinsson blaðamaður um þá ákvörðun Stöðvar tvö að leggja niður fréttaþáttinn Kompás. Jóhann Bjarni sér eftir þættinum, sem vonlegt er; umfjallanir Kompáss voru oft mjög áhugaverðar. Jóhanni Bjarna finnst undarlegt að Stöð tvö hafi lagt niður Kompás og segir: "Líklegt má þó telja að pólitík hafi eitthvað með þá ákvörðun að gera."

Hvað á Jóhann Kolbeinn við? Hvers vegna er líklegt að pólitík hafi haft eitthvað með það að gera? Hvaða pólitískum hagsmunum þjónar það að leggja Kompás niður?