Thursday, February 12, 2009

Ótrúleg endurkoma

Í Fréttablaðinu í dag er sagt frá því að handboltamaðurinn Freyr Brynjarsson hafi verið valinn besti leikmaður N1 deildarinnar í umferðum 8-14. Þetta má teljast stóðrgóður árangur, því eins og kemur fram í greininni lagði Freyr skóna á hilluna á sínum tíma:

"Freyr er uppalinn Valsmaður en hætti að spila með þeim fyrir nokkrum árum. Hann hætti reyndar að spila handbolta í stuttan tíma í kjölfarið en var fljótur að snúa til baka.
"Þannig var mál með vexti að ég flutti til Grindavíkur þar sem mér bauðst vinna. Ég vildi þrátt fyrir það halda áfram að spila með Val en Valsmenn voru ekki tilbúnir að koma eins mikið til móts við mig og ég taldi vera eðlilegt. Úr varð að ég hætti að spila með Valsmönnum og hætti í handbolta í tvær vikur.""

Þetta er ótrúleg endurkoma hjá Frey og sýnir að allt er hægt ef viljinn er fyrir hendi.