Tuesday, May 05, 2009

Vandlifað

Af Vísi: "Birkir Jón Jónsson. varaformaður Framsóknarflokksins segir það ekki lofa góðu ef ríkisstjórnin geti ekki komið sér saman um Evrópumálin og ætli sér þess í stað að leggja spurninguna um hvort hefja eigi aðildarviðræður í dóm Alþingis..."

Hefði fréttin snúist um að Vg og Samfylking hefðu komið sér saman um að sækja um aðild að ESB, myndi Birkir Jón án efa væla yfir þeirri ósvinnu að þetta mikilvæga mál væri ekki lagt fyrir þingið áður en endanleg ákvörðun yrði tekin.