Monday, April 27, 2009

Uppruni orðanna

Vísir upplýsir að konan sem gekk örna sinna í kjörklefanum um helgina sé hústökumaður. Það leiðir hugann að orðsifjafræðinni. Í ensk-íslenskri orðabók má meðal annars finna þessi tvö orð:

squat: sitja á hækjum sér.

squatter: e-r sem leggur undir sig landareign eða húsnæði.

Eru tengsl þarna á milli? Ætli hugtakið "squatter" sé dregið af því að þeir sem leggja sig undir hús séu iðulega fólk af því sauðahúsi sem sest á hækjur sér og gerir stykki sín á almannafæri?