Tuesday, April 14, 2009

Alvarlegar ásakanir

Í frétt á Mbl.is er Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir spurð út í þau orð Svandísar Svavarsdóttur, að háir styrkir Landsbankans og FL Group til Sjálfstæðisflokksins vekji upp spurningar um mútur.

Þorgerður Katrín segir meðal annars:
„Mér finnst það mjög skringilegt að manneskja sem var meðal annars í samstarfi við Samfylkinguna, sem gerði ekkert annað heldur en að gera grín að Sjálfstæðismönnum í borgarstjórn, sexmenningunum í borgarstjórn ... Ég hef dregið það fram að það var heilt áramótaskaup sem fór í það að stríða sexmenningunum, valta yfir þá.“

Hér talar fyrrverandi menntamálaráðherra sjálfsagt ekki út í loftið. Getur verið að Svandís Svavarsdóttir hafi staðið á bakvið síðasta áramótaskaup?