Tuesday, April 14, 2009

Allur munur á brú og borg

Samfylkingin leggur fram aðra meitlaða aðgerðaáætlun með grípandi yfirskrift: Skal gert – leiðir jafnaðarmanna í efnahags-, atvinnu- og velferðarmálum.

Ánægjulegt er að ólíkt öðrum flokkum fellur Samfylkingin ekki í frasagrifjuna. Góðu heilli sé ég til dæmis ekki minnst orði á þá kunnu klisju að slá „skjaldborg um heimilin“. Aftur á móti hefur Samfylkingin hugsað sér að leggja „trausta velferðarbrú fyrir heimilin“. Sem er eitthvað allt annað og áhrifaríkara en þessi skjaldborg.

En sporin hræða. Það tók Samfylkinguna ekki langan tíma í að snúa Fagra Íslandi upp í að farga Íslandi. Ætli hún verði að sama skapi lengi að brenna velferðarbrúna að baki sér?