Thursday, March 12, 2009

Ekki smart

Auðvitað vona ég að lágvöruverslanir Jóns Gerald Sullenberger komi til með að efla samkeppni á matvörumarkaði og verði neytendum til hagsbóta. En mikið má verðið vera lágt ef ég ætla að leggja leið mína í búð með nafninu Smart Kaup. Þetta er eins plebbalegt nafn og hugsast getur; vekur hugrenningatengsl við feitar, amerískar kellingar í bleikum krumpugöllum með smáhunda í eftirdragi. Sá sem stakk upp á þessu nafni við Jón Gerald hlýtur að vera flugumaður Jóns Ásgeirs. Hér er verkefni fyrir vanan höfund grípandi slagorða og aðlaðandi auglýsingatexta- nú er lag Ágúst Borgþór! Sýndu manninum villur síns vegar.