Wednesday, March 04, 2009

Engar litmyndir


DV greinir frá því að Sigmundur Ernir Rúnarsson, sem býður sig fram í 2. sæti á lista Samfylkingarinnar í Norðausturkjördæmi hafi verið tekinn á teppið fyrir að prenta kosningabæklinga í lit. Það mun fara á svig við reglur flokksins, sem kveða á um að frambjóðendur haldi kostnaði í lágmarki og prenti kynningarrit eingöngu í svarthvítu.

Ekki veit ég hvort sama tilhögun gildi hjá Samfylkingunni í öllum kjördæmum, en ef svo er gæti það haft tvöfaldan sparnað í för með sér fyrir suma frambjóðendur. Það gefur jú auga leið að ef kosningabæklingar eru svarthvítir er minni þörf fyrir frambjóðendur að fjárfesta í dýrum brúnkukremum til að líta hraustlega út á myndum.

Það er að segja ef einhver í Samfylkingunni brúkar svoleiðis.