Tuesday, October 13, 2009

Þversögn dagsins

„Þetta var til "heimabrúks" svo notuð séu orð Steingríms J. Sigfússonar, sem telur að æfðir stjórnmálamenn meini ekkert sem þeir segja við sína kjósendur.“
Leiðari Moggans 12. október.


„Stjórnarsáttmálar eru óskalistar, þeir eru friðþægingarplögg fyrir fylgjendur, sem trúðu í einlægni kosningaloforðunum, og þeir eru einnig málamiðlunaryfirlýsingar um þau tvö til þrjú mál sem stjórnarflokkana greindi mest á um í nýliðinni kosningabaráttu. Málefnasamningar hafa því dálitla þýðingu í upphafi kjörtímabils, en eftir það er sjaldan litið í þá.“
Leiðari Moggans 5. október.