Tuesday, January 23, 2007

Og sigurvegarinn er... annars staðar

Ástand þar sem hlustendaverðlaun FM957 eru ljóstýra í tilverunni þarf að binda endi á.

Að gefnu tilefni var ég að hugsa um að endurtaka síteringuna í Rob Gordon hér að neðan, þegar mér varð hugsað til David Byrne og geri hans orð að mínum: "Say something once, why say it again?"

Monday, January 22, 2007

Góðar fréttir

Í morgun var ég vakinn af meindýraeyði sem sagðist þurfa spreyja eitri í allar íbúðir í húsinu. "Út af silfurskottum?" spurði ég og þótti það góðar fréttir þegar hann svaraði að líklega væri sú óværa ekki í húsinu. Þangað til hann bætti við: "Kakkalakkarnir éta þær."

Dagurinn var eftir því.

Monday, January 15, 2007

Fjölgildur málmleysingi

Á nýju ári eftir langa fjarveru tekur uppfærður blogger á móti mér með tilkynningu: "We're out of beta!" Merkingarhlaðið fyrir þann sem hér slær lykla. Mér býður þó svo í grun að ég verð sennilega aldrei "out of beta!".

Sumir trúa á stjörnuspár en aðrir veðja á lotukerfið. Samkvæmt því væri ég bór (b) og brennisteinn (s).
Um bór segir: "Bór er þrígilt frumefni, sem mikið finnst af í málmgrýtinu bórax. Til eru tveir fjölgervingar af bór; formlaus bór er brúnt duft en málmkenndur bór er svartur. Málmkenndur bór er mjög hart efni, í kringum 9,3 á Mohs kvarðanum, en slæmur leiðari við stofuhita. Hann finnst aldrei einn og sér í náttúrunni."
Um brennistein segir: "Sem víðfundinn, bragðlaus, lyktarlaus, fjölgildur málmleysingi, brennisteinn er best þekktur í formi gula kristalla en finnst jafnframt einnig sem súlfíð og súlfat. Það er aðallega á eldfjallasvæðum sem að það finnst í sinni eiginlegu mynd. Það er mikilvægt efni í öllum lifandi verum og er uppistaða í fjölda amínósýra og finnst þar af leiðandi einnig í mörgum prótínum. Það er aðallega notað framleiðslu á áburði, en er líka mikið notað við framleiðslu á byssupúðri, hægðarlyfjum, eldspýtum, skordýraeitri og sveppaeyði."

Svei mér þá, ef þetta er ekki ég lifandi kominn. Hefur einhver áhuga á rokgjörnu efnasambandi?